Færsluflokkur: Bloggar

Og hvernig má það vera....

að við fáum allt samþykkt sem við viljum? 

Mér finnst ekkert síður mikilvægt að tryggja yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindum okkar. Það virðist sem alltaf sé hægt að fara í kringum lögin í landinu sbr. Magma málið.

Ég er ekki að sjá það að við getum auðveldlega tryggt okkur yfirráðin yfir því sem er mikilvægast þ.e. fiskveiðarnar og orkan.  Bretar þurfa að beygja sig undir alræðisvald ESB í fiskveiðimálum og ég hélt að þeir væru harðir í horn að taka. Ég bara spyr....


mbl.is Tryggi forræði yfir auðlindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt smátt gerir eitt stórt... eða hvað?

Hvaða bull er þetta? Ókei, það tekur ekki langan tíma að skíra einn túnbleðil í Reykjavík upp á nýtt, en Jón Gnarr, ég vil sjá eitthvað bitastætt frá þér, eitthvað alvöru. Snúðu þér að stóru málunum eins og t.d. fólkinu sem á ekki í sig eða á af því að hjálparstofnanir eru lokaðar yfir hásumarið !!!!

Fólk frestar því ekki að vera svangt og svo kemur örvænting. Hjálpaðu einstæðu mæðrunum og öryrkjunum, nóg komið af jókinu.


mbl.is Klambratún að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur þarna sérðu!

Nigel Farage er bara að segja það sem margir hafa sagt, við yrðum eins og krækiber í helvíti innan ESB. Við höfum ekkert þangað að gera og ég vona bara að þeir stjórnmálamenn sem vilja þangað inn átti sig áður en það verður of seint.
mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið rétta eðli ....

Breta er enn og aftur komið upp á yfirborðið. Borgið annars ....
Ég held að það sé alveg sama hvaða málaflokkur sem að okkur snýr kemur upp í þessum svokölluðu viðræðum, við munum þurfa að gangast undir afarkosti stórþjóða og ekki bara Icesave, hvað neð fiskimiðin, landbúnað o.s.frv.

Við eigum að draga ESB umsókn til baka og það strax!


mbl.is Beiti ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

eftir að hafa lesið viðtalið við Össur Skarphéðinsson í Mbl. þá get ég ekki annað en fyllst sorg og reiði. 17. júní, dagurinn sem allir Íslendingar hugsa um með virðingu og stolti, er troðinn í svaðið og vanvirtur. Ég held að Össur ætti aðeins að róa sig í yfirlýsingunum og MUNA eftir öllu því fólki sem er algjörlega á móti ESB aðild og þessum svokölluðu viðræðum frá Brussel.
mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir

Höfundur

Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir
Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...lur_1001611
  • ...p5010116

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband